Úrslitaleikurinn!

Á morgun spilar besta lið í heimi til úrslita í Meistaradeild Evrópu gegn liðinu sem gat ekki unnið þrátt fyrir að hafa fengið þriggja marka forskot fyrir tveim árum.

Það er auðvitað nauðsynlegt að minna alla, sérstaklega stuðningsmenn Manchester United, á leikinn!

Ég er farinn að fá verulega í magann af tilhlökkun. Stefnan er tekin á að vera mættur á Players klukkan 4 á morgun. Ef einhverjir eru sérstaklega hressir, þá mega þeir alveg taka frá 4 sæti fyrir mig.