Nýr sími

Hæ hó jibbí jei og jibbííí jei – ég er kominn með nýjan síma.

Hann er svo fallegur að ég þori varla að koma við hann. Emil samþykkti þá fullyrðingu mína að röddin mín hljómaði enn meira sexí en vanalega þegar ég talaði við hann í nýja símanum. Og ef einhver þekkir rödd mína í síma þá ætti það að vera hann.

Nýji síminni minn

Ég hef hingað til horft eingöngu til samlokusíma, en þegar ég sá þennan síma þá varð ég gríðarlega hrifinn. Ég held að ég fíli svona slider síma jafnvel betur. Eina er að skjárinn mun eflaust rispast auðveldlega. Annars þá fórum við Emil í sirka 10 búðir til að finna símann, þar sem hann reyndist uppseldur á flestum stöðum í Stokkhólmi.

Nýji síminn er með 3,2 megapixla myndavél, þannig að ég verð væntanlega enn duglegri við að setja inn myndir af sjálfum mér, sem hlýtur að vera fagnaðarefni.