Punktar og landbúnaður

Allt að gerast!

  • Múrinn er hættur.  Það er að vissu leyti leiðinlegt.  Vona aðallega að Ármann Jakobs skrifi áfram alvarlegar greinar einhvers staðar á vefnum.  Ég fíla hann eiginlega betur sem alvarlegan penna heldur en sem bloggara, þrátt fyrir að báðar útgáfur af honum séu góðar.
  • Það er einhvers konar hámark nördaskaparins hjá mér að uppáhalds útlenska bloggið er skrifað af gaur sem þykist vera forstjóri uppáhalds tölvufyrirtækisins míns:  Fake Steve Jobs.
  • Var þessi ræða Guðna Ágústssonar áðan eitthvað djók?  Hlutirnir sem áttu ekki að vera fyndnir eru eiginlega miklu fyndnari en þeir sem áttu að vera fyndnir.
  • Á þetta fokking Baugs-ríkisstjórnar-kjaftæði ekki að enda?  Framsókn er að gera svo lítið úr sjálfum sér með svona barnaskap.  Gleyma þeir því að eoe.is bað líka um þessa ríkisstjórn fyrir kosningar?  Er ekki ráð að gefa mér það kredit sem ég á skilið?  Á Hreinn Loftsson að fá allt hrósið?  Það er svo stórkostlega móðgandi fyrir allt fólkið sem kaus þessa flokka að gefa það í skyn að Baugur hafi á einhvern hátt stjórnað gjörðum þess.  Framsókn rís ekki upp með svona bjánaskap.
  • Það sem er einstakt við íslenskan landbúnað:  Lambakjöt & skyr.
  • Það sem er alls ekkert einstakt við íslenskan landbúnað:  Nautakjöt, grænmeti, svínakjöt, kjúklingar, mjólk, jógúrt, ostar, etc etc etc…  Getum við ekki talað um landbúnað án þess að við þurfum að vera með þessa þjóðernisrembu gagnvart öllu sem er frá útlöndum?  Íslenskur landbúnaður er ágætur, en það er fásinna að halda því fram að okkar landbúnaðarvörur skáki alltaf vörum frá öllum öðrum löndum.  Guðni verður að átta sig á því.
  • Zodiac er afskaplega góð mynd.  Afskaplega góð!

Góðar stundir.