Blogg-afmæli

Á hverju ári gleymi ég blogg-afmælinu mínu, en ég byrjaði að blogga 22.apríl árið 2000. Nokkrum vikum seinna rifjast afmælið alltaf upp fyrir mér þar sem að Gummi Jóh man alltaf eftir sínu.

En allavegana, ég hef núna bloggað í 7 ár og 5 vikur án þess að stoppa. Það finnst mér ágætis árangur. Til hamingju ég!

* * *

Þessi færsla hjá Sigurjóni segir allt sem segja þarf um Ísland í dag.