Letivefur, önnur tilraun

Síðan hegðar sér eitthvað skringilega, þannig að ég set þessa færslu inn aftur.

Ok, enn einu sinni þarf ég hjálp með smá netmál. Málið er að ég vinn ansi mikið á Kaffitár á morgnana. Þar get ég vanalega tengst þráðlausu neti, sem er boðið uppá hjá Kaffitári. Málið er að undanfarna tvo daga hef ég ekki geta tengst netinu. Macbook-in mín sér netið, en þegar ég reyni að tengjast þá kemur bara smá bið og svo býður hún mér að reyna aftur.

Ég spurði annan gest á kaffihúsinu hvort að hann gæti tengt sig og hann átti ekki í vandræðum þannig að þetta virðist bundið við mína vél. Samt á ég ekki í neinum erfiðleikum með að tengja mig inná þráðlaust net heima hjá mér né á þráðlausa netið í Kringlunni.

Hefur einhver hugmynd um hvað gæti mögulega verið vandamálið?

* * *

Það var auðvitað smá hátíð fyrir okkur Apple nörda í dag en Steve Jobs var með kynningu í San Francisco áðan. Svo sem engar stórkostlegar yfirlýsingar, en þó verður hægt að búa til vefforrit fyrir iPhone, sem er spennandi. Ef að OmniFocus verður fáanlegt á iPhone þá mun ég kaupa mér þann síma strax. Það myndi gjörbylta vinnunni minni. (uppfært: Þetta eru víst bara vef-forrit, þannig að maður þarf alltaf að vera veftengdur til að nota það. Það er fáránlega glatað! Pú Apple! Púúúú!)

El Jobso kynnti svo líka næstu útgáfu af stýrikerfinu, sem lítur afskaplega vel út. Hérna er hægt að sjá myndbönd og lýsingar á þessum nýjungum. Sumt af þessu, einsog nýjungarnar í Mail og iChat finnst mér hálf kjánalegar, en eflaust heillar þetta fulltaf fólki. Mér líst vel á nýja desktop-ið og finder-inn, sem og Quick Look og einnig verður gott að geta notað Spaces. Einnig eru smávægilegar, en mikilvægar breytingar á forritum einsog iCal sem ég nota mikið.