Eheheeeeeh…

Góða kvöldið!

 • Ég elska þetta veður!
 • Ég elska að geta gengið um á sandölum og í stuttbuxum.
 • Ég var með tvo frábæra bandaríska stráka á Couchsurfing um helgina.
 • Við fórum á djammið á laugardaginn. Byrjuðum á Vegamótum og vorum þar til 3
 • Hitti fyrrverandi fótboltaþjálfara minn.
 • Hann staðfesti sögu sem ég hef sagt nokkrum sinnum. Málið er að þegar ég var sirka 13 ára þá fór ég með Stjörnunni á knattspyrnumót í Wales. Ég var á yngra ári og spilaði með B-liðinu. Einn af andstæðingunum var Dynamo Kiev. Sá leikur var eftirminnilegur. Fyrir það fyrsta þá spilaði ég frammi og sá um að taka miðjur. Þær urðu alls 15 talsins í leiknum, þar sem við töpuðum 14-0. Dynamo Kiev strákarnir voru miklu stærri og betri en við. Nokkrum árum síðar las ég viðtal við þennan ágæta framherja. Þá komst ég að því að hann var akkúrat einn af þessum strákum, sem spiluðu á móti okkur. Væntanlega var hann framherjinn sem skoraði að mig minnir helming marka Kiev liðsins. Þannig að þrátt fyrir að ferill minn í fótbolta hafi ekki verið glæsilegur þá get ég allavegana alltaf sagt að ég hafi spilað á móti Andriy Shevchenko (þetta er staðfest á Wikipdia síðunni um Shevchenko).
 • Um 3 leytið urðum við þreyttur á Vegamótum og ákváðum að færa okkur um set. Það voru hins vegar biðraðir á öllum stöðum þannig að við ákváðum að hætta okkur niður fyrir Lækjargötu og á Hressó. Það var skrautlegt.
 • Fyrir það fyrsta þá var strákurinn, sem ég var með, laminn þegar hann reyndi að stoppa slagsmál á miðju dansgólfinu.
 • Þegar við komum út sáum við svo slagsmál númer 2.
 • Við hittum svo hinn strákinn og hann sagði að einhver Íslendingur hefði ýtt sér þegar hann var að fara í hraðbanka.
 • Ég skil ekki hvernig fólk nennir að slást á djamminu.
 • Við löbbuðum svo niðrá tjörn. Í tjörninni sá ég glytta í fjallahjól og óð því útí tjörnina og náði það. Hjólið reyndist vera í fínu lagi og ákvað ég því að hjóla aðeins um nágrennið enda veðrið stórkostlegt.
 • Um 7 leytið hittum við hóp af sósíalistum sem voru í einhvers konar picnic við tjörnina. Þar sátu þau, staupuðu Absolut og sungu Internationale-inn. Við ákváðum að setjast hjá þeim og spjalla, enda einn Íslendinganna ákafur í að ræða við Bandaríkjamennina um stjórnmál.

Jammmm…