Fokking álfar maður

Í finnskum þætti um Ísland er viðtal við íslenska stelpu, sem heldur því fram að 90% af Íslendingum trúi á álfa.

Af hverju í andskotanum þarf alltaf að ljúga þessu uppá útlendinga?  Það TRÚIR ENGINN Á ÁLFA Á ÍSLANDI!  Erum við ekki nógu skrýtin í augum útlendinga án þess að við þurfum að viðhalda þessari goðsögn um það að allir trúi á álfa?

Áðan var ég í barnaafmæli þar sem við töluðum m.a. um þetta stórhættulega glæpagengi, sem hefur verið að mótmæla stóriðju á Íslandi undanfarna daga.

Fréttin um þetta mál í kvöldfréttatíma sjónvarps á laugardaginn var óborganleg.  Kynningin var eitthvað á þessa leið:

“Mótmæli umhverfisverndarsinna leystust uppí óeirðir”.

Og svo var klippt á fréttakonu, sem var akkúrat staddur í miðjum “óeirðunum”.  Við hliðiná henni voru 5 krakkar í trúðabúningum að ulla á myndavélina.  Þetta er einhver allra magnaðasta notkunin á orðinu “óeirðir”, sem ég hef séð.