Þú leggur einsog hálfviti

Þessi síða hér er mesta snilld í heimi: [You Park like an asshole.com](http://www.youparklikeanasshole.com).

Fyrir mann einsog mig, sem þarf að leggja a.m.k. einu sinni á dag í Kringlunni og í miðbænum, þá er auðvelt að sjá þörfina fyrir svona síðu. Hún gengur útá það að ef þú sérð einhvern bíl, sem er lagt af hálfvita, þá geturðu prentað út miða sem vísar á síðuna og lagt hann á rúðuna á bílnum. Þegar viðkomandi hálfviti sér miðann getur hann farið á vefsíðuna og lært hvernig hann á að leggja almennilega í stæði.

Einnig er skemmtilegt myndaalbúm af því [hvernig hálfvitar leggja](http://www.youparklikeanasshole.com/gallery2/gallery2/main.php). Af öllum hlutum í heiminum held ég að það sé ekkert sem fari meira í taugarnar á mér en þegar ég sé fólk leggja bílnum [svona](http://www.youparklikeanasshole.com/gallery2/gallery2/main.php?g2_itemId=156)

(via [DF](http://daringfireball.net/))