Hugarró

Svona lítur MBL.is hjá flestum (smellið á mynd til að sjá stærri útgáfu):

Svona lítur það út hjá mér eftir smá breytingar. Engar geðsýrðar hreyfiauglýsingar, sem gefa manni flogaköst. Og það sem er mikilvægast: ekkert tuð frá Moggabloggurum við hverja einustu helvítis frétt.

Þökk sé þessu og þessu.

Annars er það alveg ólýsanlega æðislegt að vakna svona snemma á laugardagsmorgni, laus við alla þynnku og allt vesen. Vikan er búin að vera ótrúlega spennandi og skemmtileg, sérstaklega þegar að kemur að vinnu. Fulltaf spennandi hlutum, sem ég get vonandi greint frá fljótlega. Í morgun er búinn að eyða síðustu 3 tímunum í vinnu og því get ég slappað af án samviskubits. Ætla að fara útá svalir í sólina og lesa [nýju bókina mína](http://www.amazon.co.uk/How-Talk-Widower-Jonathan-Tropper/dp/0752885766/ref=pd_bbs_sr_1/203-4349188-7099122?ie=UTF8&s=books&qid=1185624393&sr=8-1)þ

Svo seinna í dag er ég að fara í giftingu til góðs vinar míns. Í lok dagsins verða því aðeins tveir ógiftir strákar úr Verzló vinahópnum. Úff.

En ég er verulega spenntur fyrir brúðkaupinu. Steggjaveislan um síðustu helgi var skemmtileg og UJ útilegan sem ég fór í á eftir veislunni var líka afskaplega skrautleg og skemmtileg.

Þetta er fínt líf.