Skotland?

Ok, ég fékk þá flugu í höfuðið að skella mér til Skotlands um næstu helgi (þangað hef ég aldrei komið), þar sem ég hef í raun ekkert frí tekið mér í sumar fyrir utan eina helgi í Chicago/DC sem ég bætti aftan á vinnuferð..

Ég sé að Icelandair er með flug til Glasgow.  Nú spyr ég: Ef ég hef 4 daga í Skotlandi, hvað á ég að gera?  Á ég að eyða meiri tíma í Edinborg eða Glasgow?  Er eitthvað í nágrenni þessara borga, sem ég á að skoða?