Mestu leiðindi Íslandssögunnar

Ég get ekki ákveðið hvað mér finnst leiðinlegast:

* Fréttir um það hvað bankastarfsmenn eru með í laun
* Mótmæli SUS-ara og bloggskrif gegn því að álagningarskrár séu birtar.
* Hneykslisblogg um það hvað bankastarfsmenn eru með há laun
* Umfjöllun fjölmiðla um umfjöllun annarra um þessar skrár.

Getum við ekki bara hætt að birta þessar álagningaskrár? Þó það væri nú ekki bara nema til þess að hlífa mér fyrir þessum leiðindum?

* * *

Annars er ég á leið til Skotlands á föstudaginn. Ég er orðinn spenntur, þar sem síðustu vikur hafa verið ansi strembnar og fullar af stressi þrátt fyrir að þær hafi vissulega verið afskaplega skemmtilegar. Vandamálið með mig hefur verið það að ég nýti aldrei fríin mín um helgar, heldur held áfram að vinna. Þess vegna þarf ég að fara út til þess að slappa af í nokkra daga.

Ég ætla eyða 3 dögum í Edinborg og 1 degi í Glasgow. Þetta verður fjör.

* * *

Já, og svo mæli ég með [þessum disk](http://www.amazon.co.uk/Desire-Pharoahe-Monch/dp/B000JJRIOI/ref=pd_bbs_sr_1/026-4625146-8920401?ie=UTF8&s=music&qid=1186004077&sr=8-1).  Ég lýsi því yfir að þetta sé besti hip-hop diskur ársins hingað til.  Ég hef fílað Pharoahe Monch síðan að Wyclef Jean spilaði Simon Says á tónleikum í Chicago.  Það var svalt atriði.