Chocolate Raaain!

Ég er kominn heim frá Skotlandi. Skrifa kannski ferðasögu seinna. Skotland var ljómandi.

En í millitíðinni, þá er hérna [nýja uppáhaldslagið þitt](http://youtube.com/watch?v=EwTZ2xpQwpA)! Ef þú hefur nægilegt úthald til að hlusta á þetta lag í gegn, þá munt þú ekki losna við það úr hausnum á þér í marga, marga daga. Þvílík snilld!

Chocolate Raiiiiin!

Apple menn voru að uppfæra iMac tölvurnar sínar í dag. Þær [nýju](http://www.apple.com/imac/) eru enn fallegri en þær gömlu. Ég hreinlega get ekki fyrir mitt litla líf skilið af hverju fólk ætti að kaupa einhverjar tölvur aðrar en Apple. Ég átti einu sinni kærustu, sem þoldi ekki Sigur Rós og vildi ekki kaupa Apple tölvu þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting frá mér. Ég gat reynt að skilja flestallt við þá flóknu stelpu, en ég komst aldrei almennilega yfir þessa tvo hluti.