Dans á Vegamótum, MySpace, Nicole og Laugar

Ég er bara hress!

* Ég fór útað borða með vinkonu minni á laugardagskvöldið og svo sátum við eitthvað fram eftir kvöldi á Vegamótum. Við vorum bæði hálf edrú þegar við löbbuðum út af þeim ágæta stað um 2 leytið. Á þeirri stundu fengum við ágæta sýningu á því að Íslendingar hafa enga hugmynd um það hvað þeir eigi að gera á dansgólfi á skemmtistað. Inná staðnum var verið að spila eitthvað nýlegt popplag (JT að mig minnir) og við það dansaði eitt par að mér sýnist einhverja útgáfu af salsa (með allsherjar snúningum og slíku) á meðan að nokkrar stelpur dönsuðu hliðar-saman-hliðar. Við þurfum að koma okkur saman um einhvern einn dans, svo að dansgólfið líti ekki svona furðulega út. Spurning um að DJ-ar komi sér saman um að hrópa slíkt á milli laga: **”OK! Allir í stuði? Nú dönsum við öll saman Fugladansinn!”**
* Á slíkum stundum sakna ég óheyrilega næturklúbba í Suður-Ameríku. Þá vissi maður alltaf hvernig maður ætti að dansa. Þá gat maður líka notað léttustu og bestu pick-up línu í heimi: “Viltu dansa?” Slíka línu er varla hægt að nota með góðu móti á íslenskum skemmtistöðum.
* Ég get ekki betur séð en að PoppTV sé smám saman að koma til móts við þá [kröfu mína](https://www.eoe.is/gamalt/2006/08/24/18.48.11/) að spila myndbönd með Pussycat Dolls á repeat allan daginn. Allavegana voru þær spilaðar bæði í gærmorgun og í hádeginu í dag. Það er fátt meira hressandi en að horfa á [Nicole](http://images.google.com/images?q=Nicole+Scherzinger&hl=en&client=firefox-a&rls=org.mozilla:en-US:unofficial&hs=iu2&um=1&sa=X&oi=images&ct=title) dansa klukkan 6 á mánudagsmorgni. Hún þyrfti bara að losa sig við hinar beyglurnar úr sveitinni og þá væri ég alsæll.
* Ég er hjá einkaþjálfara á morgnana, sem er gríðarlega hressandi (og í raun eina mögulega leiðin til þess að ég vakni klukkan 5.45 á morgnana). Líkamsfitan lækkaði niður í 9,9% á fyrstu tveim vikunum og því stefni ég ótrauður að því að vera í [svona fötum](http://dlisted.com/files/janicehumiliated1.jpg) á jólunum.
* Einhvern tímann mun snjall maður gefa út bók með bestu MySpace myndakommentunum, sem að strákar skilja eftir á myndum hjá stelpum.
* Hann gæti til dæmis byrjað á þessum, sem ég hef séð á síðustu dögum (flest hjá íslenskum stelpum): *”You are the most beautiful rose in the garden”* og *”you are so hot n sexy !!! like a ray of sunshine your picture is blinding”* og *”nice white teeth like snow. I bet ur heart is as warm as…….. “* og *”I wish i looked like you. If I did, I would be pretty too”* og *”you are falling from the heavens to brighten here on earth. Beauty you are……”* og *”your eyes remind me of the woods of mordor. i love you”* og *”AM I ON A DREAM??? WELL PLEASE DON’T WAKE ME UP PLEASEEEEEEE”* og og og, ég gæti haldið áfram í allt kvöld.

Jammmm.