.

Punktar:

– Fyrir einhverjum vikum hlustaði ég á Mína Skoðun á X-inu. Þar kom upp umræða um Formúlu 1. Þar lýsti þáttastjórnandinn yfir því hvað hann væri hrifinn af Lewis Hamilton. Og þá kom kommentið: “[Hann](http://www.f1fanatic.co.uk/wp-content/uploads/2006/12/lewishamilton_mclaren-mercedes_2006_postseason.jpg) er Tiger Woods Formúlunnar!”. Þetta fannst mér fyndið.
– [Mál Michael Vick](http://sports.espn.go.com/nfl/news/story?id=2983121) er ótrúlega athyglisvert, ekki bara fyrir þá sem hafa áhuga á bandarískum íþróttum. Michael Vick er sennilega einn allra besti leikmaðurinn í NFL deildinni, en hann er nýbúinn að viðurkenna það fyrir dómi að hafa styrkt og ástundað hundaslagsmál. Hann þjálfaði hunda uppí slagsmál og sá m.a. um að drepa þá hunda sem stóðu sig ekki með þvi að hengja þá eða drekkja. Fyrir þetta hefur hann verið fordæmdur í bandarískum fjölmiðlum og hann á yfir höfði sér fangelsisvist. Þó eru margir sem segja að það hafi ekki [hjálpað málstað Vick að hann sé svartur](http://sports.espn.go.com/nfl/news/story?id=2986382).
– Nýja Manic Street Preachers platan er æði.  Hvet alla til að kaupa sér hana, setja Imperial Bodybags á og stilla græjurnar á hæstu stillingu.  Þvílíkt lag!

– Þessi [blessaði borgarstjóri](http://deiglan.com/index.php?itemid=11372) okkar er alltaf að finna nýjar leiðir til að fá mig til að sakna R-listans. Ég get varla fundið neina stóra ákvörðun eða yfirlýsingu hans, sem að ég hef verið sammála. Það er visst afrek.