Cornell

Tónleikarnir með Chris Cornell í gær voru góðir. Fyrir tónleikana hitti ég nokkra vini mína í kvöldmat, sem átti upphaflega að vera á Aski (sem var fullur), svo á Trocadero (sem var lokaður), svo á Ruby Tuesday, Red Chilli og Pizza Hut (sem voru allir fullir) og endaði svo á McDonald’s. Mjög hressandi.

Það var engin upphitun, sem mér fannst fínt því Cornell var full fær um að halda kvöldinu uppi. Hann tók mörg af sínum bestu lögum og það er með ólíkindum að hlusta á manninn á tónleikum, því það er vandfundinn sá söngvari, sem hefur jafn kraftmikla rödd og hann.

Hápunktur kvöldsins var hans [besta lag](http://youtube.com/watch?v=mML2NhjyLyU), sem mér fannst fólkið taka furðu lítið undir. Mér finnst þó alltaf hálf skrýtið að sitja í stúku á svona rokktónleikum.

p.s. Veit einhver af hverju [þetta blogg](http://zumann.blog.is/blog/zumann/) er vinsælasta bloggið á blogg gáttinni? Er ég að missa af einhverjum skemmtilegheitum, sem að allir aðrir sjá?