Stjórnmálapunktar

Ég eyddi meirihluta helgarinnar á Landsþingi Ungra Jafnaðarmanna. Það var nokkuð skemmtilegt. Auðvitað var fínt partí á laugardeginum og svo var málefnavinnan góð. Ég sat í tveimur hópum, annars vegar um utanríkismál þar sem við [ályktuðum](http://politik.is/?i=15&b=5,1335&offset=&offsetplace=&expand=4) um að við vildum ganga í ESB og fleira skemmtilegt og svo sat ég í hópi sem fjallaði um jafnrétti og kvenfrelsi. Það var einnig mjög skemmtilegt. Ályktanirnar voru [góðar](http://politik.is/?i=15&b=5,1334&offset=&offsetplace=&expand=4). Hvet alla til að lesa ályktanir beggja hópanna, þar sem þetta er guðdómlegur sannleikur.

* * *

Þetta REI mál er alveg stórkostlegt. Einsog einn félagi minn benti á þá er það alveg ótrúlega fáránlegt að ákvörðun um einkavæðingu á stóru fyrirtæki sé tekin til þess eins að friða borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

* * *

Á DV.is rakst ég á [þessa frétt](http://dv.is/frettaauki/lesa/1217):

>Erlendi starfsmaðurinn starfar hjá sláturhúsi Norðlenska á Húsavík, en talsverður fjöldi útlendinga starfar þar ár hvert yfir sláturtíðina. Nú í haust eru alls 55 erlendir starfsmenn hjá fyrirtækinu í tengslum við sláturtíðina, eða um tæplega 70% af því fólki sem ráðið er til starfa vegna hennar. Eru starfsmennirnir frá um fjórtán þjóðlöndum.

Þarna á svo að fara að byggja álver. Hvort ætli útlendingum fjölgi eða fækki við það?

* * *

Annars er ég bara hress.

Ég er að horfa á þennan þátt, sem ég actually keypti mér á iTunes. Um þennan þátt og Rock of Love ætla ég að skrifa lærðan pistil á þessa síðu enda orðið alltof langt síðan ég skrifaði um drasl sjónvarp á þessa síðu. Já, og hárið mitt. Ég fór í klippingu í dag og er bara nokkuð sáttur.