KOP.is, fávitar og lesbíur

Nú er hætt við að ansi margir sleppi því að skrifa “eoe.is” oft á dag, því að í fyrsta skipti er Liverpool Bloggið ekki lengur undirsíða af þessu bloggi, heldur er það komið með sitt eigið lén, [KOP.is](http://www.kop.is).

Auðvitað var það orðið hálf hallærislegt að lénið á Liverpool blogginu væri eoe.is/liverpool, þar sem þetta er ekki mín einkasíða. Þetta var skyndilausn þegar að við Kristján stofnuðum þetta fyrir einhverjum árum, en núna er síðan orðin miklu stærri en hún var áður. Þannig að núna er umfjöllun um Liverpool endanlega lokið á eoe.is.

* * *

Og að lokum tvær SNILLDARSÍÐUR

Fyrst: [Hot chicks with Douchebags](http://www.hotchickswithdouchebags.com/). Mjög þarft framtak.  Þyrfti nauðsynlega að búa til íslenska útgáfu.

Og svo : [Karlmenn, sem líta út einsog gamlar lesbíur](http://menwholooklikeoldlesbians.blogspot.com/).