Ég gefst upp

Áður hef ég á þessari síðu kvartað yfir því að ég sé tekinn í skoðun í tollinum í hvert einasta skipti sem ég geng þar í gegn. Var það svo að það skipti engu máli hvort ég kom ógreiddur í rifnum gallabuxum með bakpoka á bakinu eftir ferðalag í Mið-Ameríku, eða nýkominn af Saga Class, stífgreiddur og í jakkafötum frá London.

Nú er það svo að ég er varamaður í stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og var í Osló í vinnuferð stjórnar um helgina. Ætli það hafi verið nóg til þess að ég væri ekki lengur stoppaður í tollinum?

Nei. – Ég gefst upp.

* * *

Annars gerði ég lítið í Osló nema vinna, eyddum heillöngum tíma í heimsókn á Gardemoen og funduðum á hótelinu. Ég fór varla útúr húsi nema til þess að fara inn og útaf hótelinu og til þess að labba á einn veitingastað.

* * *

Brúðkaup aldarinnar var haldið í gær nú þegar að 93 ár eru eftir af öldinni. Það finnst mér magnað.

Og að lokum, Guði sé lof fyrir það að Atli Gíslason var gestur í Silfri Egils í innflytjendaumræðunni.  Einnig var í þeim sama þætti nokkuð fyndið að sjá Laffer dásama bandaríska efnahagskerfið á meðan að Stiglitz birtir [þessa grein](http://www.vanityfair.com/politics/features/2007/12/bush200712).