Feisbúk

Sigurjón segir allt sem segja þarf um Facebook forrit.

Ég gjörsamlega fatta ekki þetta Facebook dæmi. Einhverjir, sem þorðu ekki að skrá sig á MæSpeis af því að það var svo gelgjulegt, hafa skráð sig á Facebook þar sem þeim þykir það meira fullorðins.

Svo eyðir þetta fólk öllum sínum tíma í einhverjar pointless skoðanakannanir um sjálft sig og zombie forrit og hvað þetta dót heitir allt, í stað þess að tala saman einsog fólk virðist þó vera að gera á MySpace. Á Facebook er fullt af fólki að bæta manni við, án þess að segja svo neitt. MySpace hefur allavegana þann kost að fólk finnur hjá sér þörf fyrir samskipti í stað þess að setja bara inn einhver kjánaleg forrit.  Ég hef kynnst fulltaf góðu fólki í gegnum MySpace, en í gegnum Facebook hef ég eingöngu verið bitinn af uppvakningum og lært allt um það hversu líkur ég er einhverjum á vinalistanum mínum.