Fokking jól

Úff, síðustu þrjá daga hef ég þurft að þola fréttir af jólasveinum í aðalfréttatíma sjónvarpsins. Í kvöld var 2 mínútna langt viðtal við Stúf. STÚF!!! Eiga þessir andskotar ekki að vera enn uppí Esjunni?

Einnig var ég inná Adesso að vinna í dag og þar heyrði ég roooosalegasta jólalag allra tíma, sem fjallaði um malt og appelsín. Úffff!  (uppfært: veit einhver hvaða lag þetta er?  Þetta er ekki auglýsingalagið, heldur eitthvað popplag um malt og appelsín).

Annars kom vinur minn í heimsókn í gær og hrósaði mér sérstaklega fyrir jólaskreytingar í íbúðinni minni. Það hefur enginn gefið mér jólaskraut í gegnum tíðina og ekki fer ég að kaupa það sjálfur, þannig að eina jólaskrautið, sem ég á er spítusnjókall. Núna hangir hins vegar líka grenigrein í stofunni eftir partí sem ég hélt um helgina. Þetta er eins nálægt því að hafa jólatré í stofunni og ég mun komast meðan ég bý hér einn.

Sem betur fer er malt og appelsín auglýsingin með litlu stelpunni ekki byrjuð í sjónvarpinu.