Ferðalög, ljóskur og kossar

Í New York Times í dag: The 53 places to go in 2008.  Kjörin síða til að láta sig dreyma yfir leiðinlegum fótbolta í sjónvarpinu á laugardagseftirmiðdegi.

Á BBC: The Blonde Map of Europe.  Á þessu korti sést hvar er hlutfallslega mest af ljóshærðu fólki.  Ég hef svo sem ekkert verið að fela aðdáun mína á dökkhærðum stelpum hingað til, þannig að sennilga ætti ég að halda mig frá Svíþjóð norðan Stokkhólms.

Hérna er svo kort af því hversu oft þú átt að kyssa fólk á kinnarnar í Frakklandi.  (via [MeFi](http://www.metafilter.com))

6 thoughts on “Ferðalög, ljóskur og kossar”

  1. Ég varð fyrir smá vonbrigðum að sjá ekki Reykjavík/Ísland á þessu hipp og kúl lista þeirra. Svo fannst mér að sumt þarna meikaði engan sens, hvort sem það var vegna plebbaskaps eða óspennanleika.

    Annars var athyglisverð “frétt” í Travel-kálfinum í dag um ferðamenn frá Suður-Kóreu sem núna geta farið í rútum yfir DMT svæðið yfir til Norður-Kóreu.

    Varðandi kortin, eins skemmtileg og þau eru, þá veit maður ekki hversu mikið er að marka þetta ljóskukort.

  2. Já, sumt á þessum lista er hálf skrýtið – en ég held að þeir séu aðallega að fókusera á staði, sem eru að breytast eða verða vinsælli.

    Svo er textinn við Roatan að mínu mati hræðilegur, því ég elskaði akkúrat Roatan af því að þar voru EKKI lúxushótel.

  3. Sko, ég tek nr. 27 í janúar. Árið byrjar vel. Reyndar er ég ekki að fara á hótelið sem þeir minnast þarna á…

    Þetta er flottur listi í heildina og nokkrir staðir sem ekki hafa talist hentugir til ferðalaga. En tímarnir breytast, og staðirnir með.

  4. Heppinn þú, Tobbi. BsAs er klárlega ein af mínum uppáhaldsborgum. Besta næturlíf í heimi. Og það frá manni, sem hefur prófað næturlífið á Ibiza, New York, Chicago, Las Vegas, New Orleans, London, Bangkok, Paris, Madrid, Reykjavík, Prag, Stokkhólmi og Barcelona

  5. Gott að vita… spurning hvernig maður fer í gegnum slíka borg áfengislaus :S Endum reyndar á því að vera í viku í BsAs en tökum viku í heimaborg konunnar og svo viku syðst í Patagoniu. Æðislegt. 😀

Comments are closed.