Uppboð 2007: Tæki

**Árlega uppboðið mitt til styrktar góðgerðarmálum er komið aftur í gang. [Hérna er yfirlitssíðan](https://www.eoe.is/uppbod2007) fyrir uppboðið og hér að neðan getur þú boðið í hluti. Hérna er svo [kynningarfærslan fyrir uppboðið](http://eoe.is/gamalt/2007/12/12/19.57.46)**

* * *

Jæja, þá er það fyrsti hlutinn af uppboðinu mínu árið 2007 til styrktar börnum í Mið-Ameríku. Sjá nánar um uppboðið [hér](http://eoe.is/gamalt/2007/12/12/19.57.46//)

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst á einarorn@gmail.com og ég set inn þá upphæð. Í þessum fyrsta hluta uppboðsins ætla ég að bjóða upp ýmis tæki.

Uppboðinu lýkur klukkan 23.59 á mánudagskvöld (17.des)

JVC Sjónvarp

Þetta er 2-3 ára gamalt 32″ JVC sjónvarp af gerðinni JVC AV-32H40SU. Sjónvarpið er í mjög góðu ástandi og fjarstýringin fylgir.  Það kostaði einhvern 90.000 kall þegar ég keypti það fyrir 2-3 árum.

Sjá mynd [hér](http://www.flickr.com/photos/einarorn/2106359674/in/photostream/)

Lágmarksboð 10.000

ATV 21 tommu sjónvarp

Þetta er sjónvarp sem hefur verið inní geysmlu hjá mér og ég held að ég hafi ekki horft á það í þrjú ár. Þótt ótrúlegt megi virðast þá nægir mér að hafa eitt sjónvarp og tvær tölvur á heimilinu. Þetta er 21 tommu sjónvarp með fjarstýringu og er í mjög góðu ástandi. Skoða mynd. Lágmarksboð: 5000 kall

Samsung U600 GSM sími

Þennan síma keypti ég í sumar. Hann er örlítið rispaður, en samt ekki mikið. Ég myndi segja að hann væri í mjög góðu ástandi. Kostaði yfir 30.000 krónur útí Svíþjóð í apríl. Hleðslutæki fylgir.

Þetta er með flottustu símum á markaðinum í dag. Eina ástæðan fyrir því að ég er að selja hann er að ég á iPhone.

Sjá mynd [hér](http://www.flickr.com/photos/einarorn/2106363366/in/photostream/)

Lágmarksboð 10.000 krónur.

iPod Nano 4gb

Þessi iPod er EKKI í neitt sérstaklega góðu ástandi. Hann er mjög mikið notaður og mjög rispaður, en hann virkar alveg og með honum fylgir USB snúra og headphones.

Sjá mynd [hér](http://www.flickr.com/photos/einarorn/2105585819/in/photostream/)

Lágmarksboð 1.000 krónur.

Samsung SGH-E730 GSM sími

Nokkra ára gamall samlokusími, sem hefur reynst mér gríðarlega vel. Er samt MJÖG mikið notaður. Ábyggilega fínn sem fyrsti sími handa krökkum. Hleðslutæki fylgir.

Sjá mynd [hér](http://www.flickr.com/photos/einarorn/2106361734/in/photostream/)

Lágmarksboð 1.000 krónur.