Uppboð 2007: Geisladiskar og bækur

**Árlega uppboðið mitt til styrktar góðgerðarmálum er komið aftur í gang. [Hérna er yfirlitssíðan](https://www.eoe.is/uppbod2007) fyrir uppboðið og hér að neðan getur þú boðið í hluti. Hérna er svo [kynningarfærslan fyrir uppboðið](http://eoe.is/gamalt/2007/12/12/19.57.46)**

* * *

Og þá er það þriðji hlutinn af uppboðinu mínu árið 2007 til styrktar börnum í Mið-Ameríku.

Sjá nánar um uppboðið [hér](http://eoe.is/gamalt/2007/12/12/19.57.46//)

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst á einarorn@gmail.com og ég set inn þá upphæð. Hérna eru það geisladiskar og bækur, sem eru boðnar upp. Enn eru eftir til dæmis vínflöskur, kaffivél, gjafabréf á veitingastöðum og e-ð fleira.

Geisladiskar

Ég er latur, þannig að ég ákvað að setja suma diskana saman í pakka. Lágmarksboð 300 kall. Diskarnir eru í mismunandi ástandi.

 • Latino pakki (Cartel de Santa – Cartel de Santa, Caifanes – La Historia, Akwid – Proyecto Akwid, Molotov – Dance and dense denso)
 • Hip-Hop (Cypress Hill – Unreleased and revamped, Wu-Tang – Forever 2cd, Beastie Boys – Paul’s Boutique, NWA – Niggaz4Life
 • R.E.M. pakki (Up, New adventures in hi-fi, Monster
 • Random pakki 1 (Wyclef Jean – THe ecleftic, Papa Roach – Infest, Live – Throwing Copper, Ben Folds – Ben Folds Live, Better than Ezra – Friction Baby)
 • Random pakki 2 (Alice in Chains – 3 legged dog, Massive Attack – Mezzanine, John Lennon – Imagine, Roger Waters – Pros and cons of hitchiking)
 • Battles – Mirrored
 • Benni Hemm Hemm – Kajak
 • Jens Lekman – Oh, you’re so silent
 • Maná – Amar es combatir
 • Trentemöller – The last resort
 • Jose Gonzalez – Veener
 • Sigur Rós – Recycle Bin
 • Ampop – Sail to the moon
 • Sverrir Stormsker – Best af því besta

Bókapakkar

Ég seldi þessa bókapakka í fyrra, en þeir voru aldrei sóttir. Lágmarksboð 1.000 krónur

 • Stephen King pakki ( Úr álögum (Rose Madder),Umsátur (Cujo), Visnaðu (Thinner), Eldvakinn (Firestarter), Bókasafnslöggan (The Library Policeman)
  Flóttamaðurinn (Running Man) – vantar kápu, Háskaleikur (Gerald’s Game), Furðuflug (The Langoliers), Örlög (Dolores Claiborne), Duld (The Shining) – vantar kápu
 • Íslensk knattspyrna 1981-1993

Þessu uppboði lýkur á miðvikudagskvöld 19.des kl 23.59