Punktablogg……

Aðeins til að brjóta upp uppboðs-gospelið: Punktablogg

  • Þetta er án efa mest pointless undirskriftarsöfnun í sögu lýðveldisins (sjá frétt). Nú verð ég að játa að ég panta mér bara venjulegt kaffi þegar ég er á Starbucks í útlöndum, þannig að ég hef aldrei skilið hversu yndislegir rjómakenndir heitir drykkir eru á staðnum. Kaffið er fínt og líkt og McDonald’s sæki ég nokkuð mikið í Starbucks í ókunnugum borgum. Þegar ég læri betur á borgirnar þá minnka þó heimsóknir mínar á slíkar alþjóðlegar keðjur.En þurfum við virkilega á þessu að halda hér? Hverju mun þetta bæta við menninguna, sem að íslensk kaffihús hafa ekki gert hingað til? Gott og vel að Starbucks komi og fólk geti keypt sér 300 kaloríu drykki. En þurfa kaffihúsin á Íslandi virkilega að vera nákvæmlega einsog öll kaffihúsin í útlöndum?

    Og hversu sorglegt er það að við séum með undirskriftasöfnun til þess að bandarískur kaffirisi opni kaffihús á Íslandi? Mjög, segi ég. – Ég gleymi því seint hversu æstir allir í kringum mig voru í að fá Burger King til landsins. Sú keðja átti nú aldeilis að bæta líf landans.

  • Forsíðuviðtalið á Vikunni er við þulu, sem er ósátt við starfslok sín á RÚV. Bara ef einhverjir skyldu hafa misst af því.
  • Er einhver þarna úti sem fílar M.I.A.? Ég verð forvitinn yfir því hvað hún fær fáránlega góða dóma fyrir tónlistina, en ég hef aldrei nennt að hlusta á plöturnar hennar oftar en tvisvar. Bíður mín einhver dæmalaus snilld ef ég hef aðeins meiri þolinmæði?
  • Að lokum legg ég til að stelpur fólk verði skikkað til að dagsetja MæSpeis myndir af sjálfu sér.

Takk. Áfram með uppboðið.