Djamm í Reykjavík og hættur í Kringlunni

Eftir 2 vikna hlé er ég byrjaður aftur á fullu í World Class.  Hafði reyndar mætt þar í jólafríinu og skokkað í rólegheitunum, en það var meira af skyldurækni en áhuga.  Í morgun var ég hins vegar mættur klukkan 6.30 og tók almennilega á eftir jólafríið.  Mikið afskaplega var það gott fyrir samviskuna núna seinni partinn.

Sem var fínt því ég borðaði á tveimur ofboðslega góðum veitingastöðum um helgina.  Á föstudagskvöldið borðaði ég hreindýrakjöt á La Primavera, sem var algjörlega frábært.  Á laugardaginn (eftir að hafa eytt eftirmiðdeginum í vinaboði) þá hittumst við Liverpool bloggararnir allir saman á Austur-Indíafélaginu (sjá blogg hjá Kristjáni Atla).  Ég hafði ekki farið þangað mjög lengi, enda síðasta heimsókn á þann stað ekki mjög skemmtileg (maturinn var góður, aðstæður í mínu lífi ekki).

En þetta kvöld var algjörlega frábært.  Fyrir það fyrsta var félagsskapurinn frábær og umræðuefnið (Liverpool) gríðarlega hressandi.  En maturinn var líka alveg ótrúlega góður.  Þetta er einn af þessum veitingastöðum þar sem ég fer alltaf 100% sáttur frá.  Ég fékk mér blandað Tandoori grill og drakk Cobra bjór með.

* * *

Eftir matinn var mér falið að leiða liðið um borgina.  Liverpool bloggararnir eru annaðhvort úr sveit, búa í Danmörku eða hætta sér ekki út fyrir úthverfin og því þurfti ég að vera guide um næturlíf Reykjavíkur.  Ég byrjaði á að fara með þá á Ólíver, þar sem mér datt í hug að þar væri hægt að spjalla í sæmilegum rólegheitum á efri hæðinni.  Mig grunaði samt ekki hversu mikil rólgheitin myndu verða.  Ég man þá tíð að Ólíver var pakkaður heilu laugardagskvöldin frá níu, tíu en á laugardaginn var nánast ekki Íslendingur inná staðnum þegar við vorum þarna á milli ellefu og miðnættis.  Flestir sem voru þarna inni virstust vera túristar, sem eru kannski ekki alveg jafn fljótir að finna á sér breytingar á íslensku skemmtanalífi og innfæddir.  Apótekið virðist hafa tekið gríðarlega af Ólíver og ef að þetta er það sem koma skal, þá á sá staður eftir að eiga í vandræðum.

Næst fórum við á annan stað, sem virðist líka vera á niðurleið í kjölfar opnunnar Apóteksins – Rex.  Mér datt líka í hug að við myndum fá borð þar (við reyndum í millitíðinni árangurslaust að fá borð á Ölstofunni og Boston).  Ég hafði rétt fyrir mér því að Rex var nánast algjörlega tómur.  Þegar við komum þangað voru ekki meira en 10 manns inná staðnum.  Með tímanum komu örfáir í viðbót og virtust flestir vera miðaldra túristar.  Nú hef ég ekki stundað Rex (reyndar ekki farið þangað inn í meira en ár), en þetta hlýtur að vera vonbrigði.

Þrátt fyrir þennan skort á fólki á Rex var gaurnum á undan mér meinuð innganga vegna þess að hann var í hettupeysu.  Ég, sem var í hettupeysu og jakka yfir, var hins vegar ekki stoppaður.  Ég hef alltaf verið á móti dress code, sem að byggir á því að banna einhverja ákveðna flík (strigaskó, hettupeysur) – þar sem menn geta verið með ólíkindum illa klæddir og komist inn, á meðan að vel klæddu fólki er meinaður aðgangur bara fyrir að vera í strigaskóm (eða hettupeysum).  Ég var að tryllast yfir þessum reglum í Liverpool þar sem að fólk komst inn í ljótustu fötum í heimi á meðan að tísku-fyrirbærinu mér var meinaður aðgangur vegna þess að ég var í strigaskóm.  🙂

Allavegana, við enduðum svo allir á Ölstofunni þar sem við (ég reyndar bara) vorum til lokunnar.  Þar hitti ég fulltaf vinum og skemmtilegu fólki og skemmti mér alveg hreint ljómandi vel.  Ég er fyrir löngu búinn að taka Ölstofuna í sátt, sérstaklega eftir reykingabannið.  Frábært kvöld.

* * *

Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við e-a konu, sem segir:

“Ég fór með ömmu minni í Kringluna 3. janúar. Þar mættum við heilu hjörðunum af fólki og allt hljóp það við fót með græðgisglampa í augum. Við amma urðum að gæta okkar á því að troðast ekki undir

Það er varla að ég þori aftur í Kringluna eftir þessa lýsingu.