Skipulagsmál

Ég legg til að ALLIR horfi á Silfur Egils þáttinn frá því í dag (endursýndur klukkan 23.05 og ætti að birtast á netinu seinna í dag). Innslagið um skipulagsmál var frábært. Í raun frábært og grátlegt í senn. Frábært því það sýndi hvað við Reykvíkingar gætum gert úr miðbænum (sem var stutt með frábærum dæmum frá þýskalandi) og grátlegt vegna þess að síðan að ég man eftir mér hefur svo einstaklega lítið verið gert til að bæta miðbæinn. Samanburðurinn við Georgetown fannst mér til dæmis afskaplega góður, en það bæjarhverfi í Washington DC er afskaplega heillandi.

Ég hef trú á því að ansi margir af þeim sem sitji í borgarstjórn (borgarstjóri þar á meðal) vilji sjá svo miklu sterkari miðbæ, en þeir þurfa bara að fara að gera eitthvað í því. Og nei, háar byggingar í Skuggahverfi eru ekki lausnin.

ps. ég skrifaði aðeins lengri pælingu um þetta hér.