Macworld á morgun

Núna er bara rétt rúmur sólahringur í að æðsti prestur okkar Apple nörda mæti á svið í San Francisco og prediki yfir okkur hvað við verðum hreinlega að kaupa á næstu mánuðum. Í fyrra voru menn nokkuð pottþéttir á því að Apple myndi kynna síma, sem og gerðist. Þann ágæta grip eignaðist ég ekki fyrr en í október, sem var auðvitað hræðilega langur tími frá því að ég sá hann í fyrsta skipti.

Í ár bendir flest til þess að Apple kynni nýja og litla fartölvu. Fartölvulínurnar Macbook og Macbook Pro (sem ég á) hafa haldist óbreyttar (fyrir utan aukinn hraða) í langan tíma, sérstaklega Macbook Pro. Hluti af ástæðunni fyrir því var eflaust skiptin yfir í Intel örgjafa, en Apple vildi hugsanlega gera eins lítið úr þeim skiptum og hægt var, þannig að kúnnar yrðu ekki hræddir við að uppfæra. Núna er það hins vegar löngu búið og því talið að Apple muni koma með nýjungar í fartölvulínunnim.

Einnig hlýtur Apple að tilkynna einhverja uppfærslu á iPhone, þar sem það er ár síðan að hann var tilkynntur og Apple er vant því að tilkynna uppfærslur á iPod línunni einu sinni á ári. Einhverjir telja að 3G komi í símana og að geymsluplássið verði aukið.

Ef ég ætti að velja mér óskalista núna, þá væri hann svona fyrir hluti sem ég tel líklegt að Jobs kynni:

  • Þráðlaust sync á iPhone. Þannig að þegar ég breyti einhverju í iCal, þá sync-i það sjálfkrafa við símann minn, líkt og það gerir á milli Makkanna minna. Þetta myndi vera gríðarlega mikilvægt.
  • Ég þarf í raun bara tvö forrit fyrir iPhone, en Jobs mun eflaust sýna einhver iPhone forrit á morgun. Ég vil endilega sjá almennilegan diktafón fyrir iPhone og svo OmniFocus (sem myndi auðvitað líka sync-a sjálfkrafa). OmniFocus á iPhone myndi umturna vinnunni minni til hins betra.
  • Litla Macbook Pro fartölvu (Macbook Air). Mun þynnri en Macbook Pro og án DVD drifs (sem enginn þarf hvort eð er). Með Flash minni, þannig að startup tíminn verði hraðari. Og einhvers konar endurskoðun á því hvernig við hugsum músina / Trackpad á fartölvum. Ég trúi varla að Apple komi með fartölvu með snertiskjá, en ég hef samt trú á að trackpad-inn verði stækkaður og gerðir að multi-touch eða eitthvað slíkt. Það verður allavegana einhver endurhugsun á því hvernig við notu fartölvur.

En allavegana, ég get ekki beðið.