Apple nýjungar

Jæja, kynningin hans Steve Jobs á Macworld er búin. Ég var að klára að horfa kynninguna á netinu. Kynningin var ekki jafn stór og í fyrra (iPhone) enda varla við öðru að búast. Jobs kynnti eftirfarandi:

  • Samblöndu af hörðum diski og Wi-Fi sendi, sem að Apple notendur geta notað til að taka þráðlaust afrit af gögnum á öðrum tölvum með Time Machine. Nokkuð sniðugt. Líkur á að ég kaupi: 50%
  • Nýjan iPhone hugbúnað með smá breytingum. Fyrir það fyrsta er hægt að ákvarða staðsetningu símans út frá GSM sendum (sem ég veit ekki hvort virki á Íslandi). Svo er iPod hlutinn aðeins bættur og hægt að endurraða táknmyndum á símanum. Kannski ekki alveg nógu merkilegt til þess að ég nenni að uppfæra símann minn. Ég er enn að bíða eftir forritum frá öðrum fyrirtækjum, sem ættu að koma í febrúar/mars.
  • Stærsta tilkynningin var eflaust nýtt Apple TV, sem að mun gera fólki kleift að leigja myndir í stofunni í HD myndgæðum. Þetta virkaði alveg rosalega skemmtilegt, en væntanlega aðeins ef maður er með bandarískan itunes aðgang, sem ég er með. Hægt er að leigja nánast allar nýjar myndir (margar hverjar í HD gæðum) og byrja að horfa á þær nánast strax í gegnum netið í fullum gæðum. Eina sem maður þarf er aðgangur að iTunes, Apple TV, þráðlaus sendir og sjónvarp. Engin tölva nauðsynleg. Virkar alveg rosalega sniðugt. Líkur á að ég kaupi: 100% (nema að FrontRow verði líka uppfært, þá gæti verið að ég myndi láta mér duga Mac Mini-inn sem ég er með í dag.
  • Svo kynnti Jobs þynnstu fartölvu í heimi, Macbook Air. Þessi tölva er innan við 1,95cm á þykkt þar sem hún er þykkust og 0,4cm þar sem hún er þynnst (Macbook Pro tölvan mín er 2,5 cm). Svo er hún bara 1,36 kg á þyngd á móti 2,45kg á tölvunni minni. Útlitið er líka mjög samt. Eeeen, ég sé samt ekki ástæðu til að uppfæra. Ég elska Macbook Pro vélina mína og þrátt fyrir að ég sé stanslaust með hana á ferðinni (þar sem ég er ekki með neina fasta skrifstofu) þá hefur mér aldrei fundist hún vera of þung eða stór. Líkur á að ég kaupi: 10% – en Apple á samt eftir að moka þessari tölvu út! (hún kostar um 63% meira en ódýrasta Macbook tölvan, en er líka 200 dollurum ódýrari en ódýrasta Macbook Pro tölvan.

Þannig að því miður kom ekkert iPhone þráðlaust sync, en restin af tilkynningunum var mjög í átt við það sem menn höfðu spáð.