Lost byrjar aftur

Í tilefni þess að besti sjónvarpsþáttur í heimi byrjar aftur í Bandaríkjunum annað kvöld, þá eru hér tvö snilldarmyndskeið.

Fyrst snilldarsamsetning á atriðinu þar sem flugvélin hrapar, séð frá sjónarhorni fólksins í flugvélinni og á eyjunni. Eftir því sem ég best veit, þá er þetta myndband klippt af aðdáanda þáttanna, sem hlýtur að vera snillingur:

Og hérna er svo official klippa þar sem farið er yfir allar seríurnar þrjár á 8 mínútum. Frábær upprifjun fyrir aðdáendur þáttanna.

Ég elska þessa þætti. Síðasta senan í seríu þrjú var einhver mesta snilld sem ég hef séð í sjónvarpi.