Af því að það er þarna!

Fyrir einhverjum mánuðum stofnaði ég prófíl á Twitter, sem er alveg gasalega vinsælt dæmi í Bandaríkjunum.  Af einhverjum ástæðum hef ég aldrei nennt að uppfæra þetta, sennilega vegna þess að enginn af mínum vinum notar Twitter.  Reyndar má benda á það að flestir af mínum gömlu vinum vita varla hvað MæSpeis er, þannig að það var svo sem ekki nema von.

Allavegana Twitter er nokkurs konar míkróblogg, alltaf undir 140 stöfum, sem ég ætla að prófa að uppfæra úr tölvunni minni og símanum.  Þú getur séð Twitter míkróbloggið mitt hérna og einnig verður ávallt linkur hérna vinstra megin undir “Um Einar Örn“.  Ætla að skoða hvort þetta geti verið skemmtilegt.  Gæti reyndar alveg trúað því að þetta verði alveg óbærilega leiðinlegt.  En ég verð að prófa.