Barak og Hillary

Þessi grein eftir mig birtist á Vefritinu í dag

Í Bandaríkjunum er oft sagt að Demókratar séu sérfræðingar í að finna leiðir til að tapa kosningum. Fyrir rúmum sjö árum töldu nánast allir að Al Gore ætti auðveldan sigur vísan í forsetakosningum gegn George W Bush. Gore var varaforseti fyrir gríðarlega vinsælan forseta, sem hafði setið yfir tiltölulega friðsælu hagsældarskeiði. Hann gerði hins vegar of mörg mistök í kosningabaráttunni, svo sem með því að reyna að fjarlægjast Clinton vegna mistaka hans í einkalífinu og með því að virka of stífur í baráttunni ólíkt því sem við höfum átt að venjast á síðustu árum, sem urðu til þess að Gerge W Bush sigraði í eftirminnilegum kosningum.

* * *

Fyrir fjórum árum áttu Demókratar líka að vinna auðveldlega, þar sem fyrstu ár George W. Bush sem forseta höfðu alls ekki reynst farsæl. Íraksstríðið var orðið óvinsælt, efnahagurinn ekki í góðum málum og vinsældir Bush litlar. En Demókrötum tókst að finna John Kerry, sem mótmælti aldrei almennilega ótrúlegum árásum fyrrverandi hermanna úr Víetnam stríðinu, sem sökuðu hann um að hafa ýkt afrek sín. Þær árásir urðu til þess að stríðshetjunni Kerry tókst að tapa fyrir George W Bush, sem fékk að fljúga flugvélum í Texas á meðan að Víetnamstríðinu stóð.

Þannig að einhvern veginn tókst George W Bush að sigra Demókrata í bæði skiptin og 8 ára valdatímabili hans er nú að ljúka. Í fyrsta sinn í nokkra áratugi standa Bandaríkjamenn því frammi fyrir kosningum þar sem hvorki sitjandi forseti né varaforseti er í framboði. Bandaríkjamenn eru á fullu í óvinsælu stríði í Írak, efnahagurinn er í slæmum málum, dollarinn veikur, olíverð í hæstu hæðum , George W Bush með ólíkindum óvinsæll forseti og líklegur kandídat Repúblikana verður 72 ára gamall þegar að kjörtímabilið hefst. Hvernig eiga Demókratar að fara að því að tapa núna?

Continue reading Barak og Hillary