Dog Man Star

Í kvöld skrifaði ég leikskýrslu eftir sigurleik hjá Liverpool.  Ég man ekki hvenær það gerðist síðast.

* * *

Stundum gleymi ég plötum í mörg ár. Jafnvel plötum sem ég dýrkaði einu sinni og dáði. Þannig var það um eina af mína uppáhaldsplötum þangað til að ég heyrði óminn af The Wild Ones á Ölstofunni fyrir tveim helgum. Ég man að ég var búinn með nokkra vodka-í-sóda, en ég sagði samt vinkonum mína einhverja óljósa romsu um það hvað ég dýrkaði og dáði þetta lag.

Einhvern veginn hafði Dog Man Star týnst í safninu mínu og því þurfti ég að kaupa hana aftur í gegnum iTunes. Og síðan það gerðist hef ég hlustað á hana nær stanslaust. Betri plata til að hlusta á í myrkrinu er vandfundinn. The Asphalt World er eitt af bestu lögum allra tíma (sjáið vídeóið – kaflinn sem byrjar á 5:40 er STÓRKOSTLEG SNILLD – sjá hérna líka live útgáfu). Þegar þessi plata kom út var ég 17 ára að ganga í gegnum eitt versta skeið ævi minnar og eyddi ófáum klukkutímunum liggjandi uppí rúmi, hlustandi á þessa mögnuðu plötu.

Ég er enn bitur yfir því að Butler og Anderson skuli ekki hafa getað unnið saman áfram. Fyrir ykkur, sem hafið ekki enn uppgötvað þessa plötu, hlaupið einn hring í stofunni, setjist svo aftur niður við tölvuna og hlaðið henni niður á löglegan eða ólöglegan hátt. Þið eigið ekki eftir að sjá eftir því.