Enjoy the Silence

Þetta er flottasta auglýsing, sem ég hef séð á þessu ári:

Sá þetta á undan Juno í bíó í Stokkhólmi á fimmtudaginn. Aðalástæðan er auðvitað notkunin á laginu Enjoy the Silence með Depeche Mode, sem er eitt af mínum uppáhaldslögum. Þessi auglýsing gerði það einmitt að verkum að ég hef hlustað á [þetta æðislega lag](http://youtube.com/watch?v=X0Hez25fFrg) nánast stanslaust síðan ég kom heim frá Stokkhólmi.

Jæja, ég ætla að reyna að gera mig sætan og kíkja svo út. Ómögulegt að hanga inni á laugardagskvöldi.