Stelpa, Lost, sólgleraugu og útilega

Punktar:

  • Stelpa, sem þú átt ekki sjens í, talar um hvernig þú átt að ná í stelpur sem eru aðeins minna sætar.
  • Í kvöld fór ég með vinum útað borða og fékk verulega vondan mat. Það þýðir að ég er búinn að fara á þrjá nýja veitingastaði í röð án þess að vera ánægður með matinn. Það er ekki sérlega góður árangur.
  • Ég er á leiðinni í útilegu með góðum vinum á morgun. Ég er spenntur. Þetta sumar er strax farið að líta miklu betur út en síðasta sumar.
  • Ég týndi sólgleraugunum mínum (þessum hérna) og ég er búinn að vera alveg miður mín síðustu daga. Agalegt ástand!
  • Er að hlusta á nýja Portishead diskinn, sem lofar góðu.
  • Kláraði að horfa á fjórðu seríuna í Lost. Lokaþátturinn var verulega góður, en þessi sería var samt pínu vonbrigði eftir frábæran lokahluta á þriðju seríunni. Ágætis mælikvarði á hrifningu mína er sá að ég horfði nánast aldrei á heilan Lost þátt í einni atrennu í fjórðu seríunni. Mér tókst alltaf að rífa mig upp til að fara á klósettið eða skoða tölvupóst eða eitthvað ámóta gagnslaust. Ég var búinn að búast við loka-twistinu, en ég er samt alveg jafn spenntur fyrir fimmtu seríunni einsog ég var fyrir þeirri fjórðu.
  • Fyrir utan Lost, þá eru það eiginlega bara Office þættirnir sem ég er spenntur fyrir. Jú, ég hef líka verið að horfa á Gray’s Anatomy með vinkonu minni og ég fíla þá þætti. En fyrir utan þessa þrjá þætti (og jú Entourage líka) þá er ég eiginlega ekki spenntur fyrir neinum þáttum. Ég ætla að horfa á Dexter, sem margir hafa mælt með og svo ætla ég líka að horfa á The Wire. Er ég að missa af einhverju öðru? Eru til dæmis engir gamanþættir í dag, sem er þess virði að horfa á?