Leti og iPhone

Ég er búinn að vera óvenju mikið heima hjá mér þessa vikuna. Útaf þessum hnémeiðslum þá var ég heima allan daginn mánudag og þriðjudag og svo hef ég lítið gert undanfarin tvö kvöld. Til viðbótar við það hef ég engar íþróttir geta stundað þessa vikuna. Það sem ég hef komist að er að þessi leti elur af sér frekari leti.

Þegar ég slepp við það að vakna klukkan hálf sjö til að fara í ræktina þá enda ég ekki á því að vaka lengur eða vera betur út sofinn, heldur fer það í akkúrat hina áttina. Núna er klukkan til að mynda ekki orðin 11 og ég er orðinn dauðþreyttur, hef hangið uppí sófa mestallt kvöldið gerandi ekki neitt. Ég veit ekki hvað það er, en ég tengi allavegana þessa leti við hreyfingarleysið.

Því get ég ekki beðið eftir helginni, þegar ég mun fara útúr bænum og næstu viku þegar ég get byrjað að hreyfa mig á ný.

* * *

Apple er búið að gefa út nýja iPhone útgáfu og ég get ekki beðið eftir að uppfæra, en það er samt ekki hægt alveg ennþá þar sem þá fer síminn hjá mér í rugl.

Ég er eiginlega bara spenntur fyrir þessu nýja iPhone kerfi af tveimur ástæðum. Fyrir það fyrsta, þá sync-ast dagatölin sjálfkrafa á milli tölvu og iPhone. Þetta er frábært fyrir mig, þar sem að sirka helminginn af mínum fundum og kontöktum er ég að breyta á símanum og hinn helminginn á tveimur mismunandi tölvum. Það er því nauðsynlegt að þetta uppfærist sjálfkrafa á milli tækjanna.

Einnig er ég spenntur að sjá hvernig forritin í iPhone verða. Til að byrja með veit ég um eitt forrit, sem mun beinlínis breyta minni vinnu en það er OmniFocus fyrir iPhone. Ég nota OmniFocus á Makkanum mínum til að skipuleggja gjörsamlega allt í minni vinnu. Þetta forrit hefur breytt því hvernig ég hugsa vinnuna mína og hjálpað mér gríðarlega. Eini gallinn er að forritið er á tölvunni minni og margt af því sem ég þarf að gera er ég að gera útí bæ þegar ég nenni ekki að taka upp tölvuna. Fyrir þannig atburði er OmniFocus fyrir iPhone nákvæmlega það sem ég þarf. Ég get ekki beðið eftir því að uppfæra og setja forritið inná símann minn.

Fyrir utan OmniFocus væri NetNewsWire sennilega forrit númer 2 sem ég myndi setja inn auk þess sem að Apple gáfu út nokkuð flott forrit, sem gerir manni kleyft að stjórna itunes á Makkanum eða AppleTV með símanum. Það lítur vel út.