Sumaruppboð – Canon EOS 20D myndavél og linsa!

Vegna flutninga (skrifa um þá síðar), þá er ég að selja eitthvað af dótinu mínu (það er það sem ég hef ekki selt á uppboðum undanfarin ár.

Uppboðinu hefur fylgt alls kyns basl, þannig að núna vil ég selja hluti í færri en stærri einingum. Þetta er annars vegar myndavél og svo hins vegar DVD / Xbox leikir. Þetta verður ekki merkilegt, en ég ætla samt að gefa allt sem ég fæ til góðgerðarmála. Það verður hægt að bjóða í hlutina fram á föstudagskvöld og fólk verður að sækja hlutina á laugardaginn. Uppboðinu lýkur kl 20 á föstudagskvöld.

Ok, fyrst er það semsagt Canon EOS 20 D myndavél. Hún er með 18-55 mm linsu. Þetta er frábær vél fyrir langflesta, en ég er nýbúinn að kaupa mér aðra vél. Vélin er 3 ára gömul og í nokkuð góðu ástandi, þótt hún hafi vissulega ferðast víða. Á Flickr síðunni minni geturðu séð slatta af myndum, sem ég hef tekið með þessari vél, þar með talið allar myndirnar frá Mið-Austurlöndum (Sýrland og Líbanon) (og hérna geturðu séð myndir sem að aðrir hafa tekið með henni). Hérna eru allar tækniupplýsingarnar um vélina.

Hérna er mynd af vélinni. Með henni fylgir taska og hleðslutæki

Mér finnst sanngjarnt verð vera allavegana 20.000 krónur.

Einnig er ég að selja 50 mm linsu. Hún er mjög nýleg og þetta er verulega góð linsa. Hentar sérstaklega vel í aðstæður þar sem það er lítil birta.

Mér finnst sanngjarnt verð vera allavegana 10.000 krónur.

Einnig ætla ég að gera eina lokatilraun til að selja ATV sjónvarpið mitt. Þetta er sjónvarp sem hefur verið inní geysmlu hjá mér og ég held að ég hafi ekki horft á það í þrjú fjögur ár. Þetta er 21 tommu sjónvarp með fjarstýringu og er í mjög góðu ástandi. Skoða mynd. Lágmarksboð: 100 krónur.

Einsog áður, þá setjiði bara ykkar boð í komment við þessa færslu!