Ömurlegheit

Núna hefur magaverkur bæst í fjölbreytta flóru veikinda hjá mér. Núna er ég að jafna mig á hné-aðgerð, með hausverk, viðbjóðslega hálsbólgu og kvef. Þessu viðbótar er kærastan mín í útlöndum þannig að það er enginn hérna til að vorkenna mér – og svo er ég að fara í vinnuferð til útlanda á mánudaginn.

Sjálfsvorkunin hefur náð nýjum og óvæntum hæðum.

* * *

Til viðbótar því að ég er að undirbúa vinnuferðina, þá er ég líka að flytja úr íbúðinni minni. Ég seldi hana fyrir einhverjum vikum og þarf að afhenda hana í næstu viku. Þar sem ég er að fara til Stokkhólms á mánudagsmorgun þá þarf ég að klára að flytja allt draslið mitt útúr íbúðinni á sunnudaginn. Þar sem hnéð er enn í rugli þá á ég voðalega erfitt með að flytja hluti niður fjórar hæðir þannig að ég þarf sennilega að væla einhverja greiða útúr vinum mínum.

Væl væl væææææl!

* * *

Í viðbót við allt þetta þá fer það viðbjóðslega í taugarnar á mér að sumarið á Íslandi sé búið í kringum miðjan ágúst mánuð.

Ok, núna þarf ég ekki að tuða meira næstu vikurnar.