The Verve saman á ný

Hey, vissuð þið að Verve eru byrjaðir aftur saman og eru nýbúnir að gefa út plötu, sem fær fjórar stjörnur í Rolling Stones? Ég hafði allavegana ekki hugmynd um það en var verulega glaður þegar ég heyrði af því.

Hérna er fyrsta smáskífan og hún lofar góðu: Love is Noise

Eins frábær söngvari og Richard Aschroft er, þá er hann algjörlega ómögulegur án hinna Verve meðlimanna einsog síðustu 10 ár sólóferils hans sýna fram á. Það er hreinasti glæpur að þessi hljómsveit hafi ekki gefið út plötu í 11 ár síðan þeir gáfu út hina STÓRKOSTLEGU Urban Hymns árið 1997, sem var ásamt Ok Computer með Radiohead það langbesta sem kom út það ár.

Ég sá Aschroft spila á klúbbi í Chicago fyrir nokkrum árum og það var sorgleg upplifun. Hann er ekki nema 36 ára gamall, svo hann á nóg eftir og það er vonandi að hann hafi lært af þessum sóló mistökum og haldi núna hljómsveitinni saman.