McCain, Palin og fóstureyðingar

Andrew Sullivan, Repúblikani og íhaldsmaður, skrifar af hverju John McCain á ekki að verða næsti forseti Bandaríkjanna.  Mæli með þessari grein fyrir þá sem hafa áhuga á stjórnmálum í USA.

Sullivan hittir akkúrat naglann á höfuðið yfir þessari mögnuðu tilefningu Söruh Palin sem varaforsetaefni Repúblikana.  Ástæðan er einföld – að æsa upp Kristna Repúblikana til að mæta á kjörstað – og það gerir hann með því að velja konu, sem er nógu harður andstæðingur fóstureyðinga fyrir þá. Palin er mótfallin fóstureyðingum, jafnvel þótt um sé að ræða sifjaspell eða nauðganir.  Einsog Sullivan segir:

And then, because he could see he was going to lose, ten days ago, he threw caution to the wind and with no vetting whatsoever, picked a woman who, by her decision to endure her own eight-month pregnancy of a Down Syndrome child in public, that he was going to reignite the culture war as a last stand against Obama. That’s all that is happening right now: a massive bump in the enthusiasm of the Christianist base. This is pure Rove.

Yes, McCain made a decision that revealed many appalling things about him. In the end, his final concern is not national security. No one who cares about national security would pick as vice-president someone who knows nothing about it as his replacement. No one who cares about this country’s safety would gamble the security of the world on a total unknown because she polled well with the Christianist base. No person who truly believed that the surge was integral to this country’s national security would pick as his veep candidate a woman who, so far as we can tell anything, opposed it at the time.

McCain has demonstrated in the last two months that he does not have the character to be president of the United States. And that is why it is more important than ever to ensure that Barack Obama is the next president. The alternative is now unthinkable. And McCain – no one else – has proved it.

via Talkinpointsmemo

Sullivan talar líka um viðbjóðslegar auglýsingar, sem að McCain herferðin hefur sýnt að undanförnu í Bandaríkjunum.  Þær eru hreinlega með ólíkindum, sérstaklega þar sem margar þeirra eru byggðar á stórkostlegum ýkjum eða hreinlega lygum.

Til dæmis þessi auglýsing, þar sem menn Obama eru tákngerðir sem úlfar, sem að ráðast á greyið Söruh Palin.  Talað er um að þeir hafi sent með flugi 30 lögfræðinga til að grafa upp skít um Palin.  Vandamálið er bara að þessi lögfræðingafullyrðing er lygi.  Sjá hér.

Hérna er svö allra ömurlegasta auglýsingin þar sem að McCain heldur því fram að eina sem að Obama hafi haft fram að færa í skólamálum sé það að hann hafi barist fyrir því að leikskólabörnum væri kennt um kynlíf áður en þau lærðu að lesa.  Einsog textinn í auglýsingunni segir: “Learning about sex before learning how to read?  Barak Obama – wrong on education – wrong for your family”

Þeir sem eru ekki hálfvitar geta væntanlega gefið sér að þetta er ekki satt, einsog hægt er að lesa um hér.  Obama studdi að það væri kynnt fyrir leikskólabörnum eftir hverju þau ættu að líta varðandi ókunnuga, svo sem einsog óviðeigandi snertingar.  Þessu snúa McCain og félagar uppí það að Obama vilji kenna börnum um kynlíf.

Sorglegt.

(smá viðbót: Palin hefur m.a. afrekað það að ljúga sjö sinnum opinberlega um sama hlutinn eftir að hún var tilnefnd).