Bankahrun

Það er núna allt officially að fara til fjandans á bankamarkaðinum í Bandaríkjunum. Lehman Brothers varð gjaldþrota í gær og einnig var Merril Lynch seldur til Bank of America, að sögn þar sem að eigendur ML voru hræddir um að gjalþrot Lehman myndi enn auka á vantraust fjárfesta og setja ML í enn frekari vandræði. Því ákváðu þeir að selja.

Paul Krugman útskýrir hvernig þetta gat gerst í góðum pistli.

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er auðvitað virtur fræðimaður, með próf frá Harvard og MIT í hagfræði og hann kenndi hagræði (með áherslu á Kreppuna miklu) við NYU, Stanford og Princeton. Í Bandaríkjunum er nefnilega skipaður í stól Seðlabankastjóra hagfræðingur, sem er kunnugur öllu.

Á Íslandi er seðlabankastjóri hins vegar Davíð Oddson. Það fyllir mann ekki beint bjartsýni að vita til þess ef að svipaðar aðstæður kæmu upp á Íslandi.