1 SEK = 15,26 ISK

Þegar að Davíð er búinn að ná sér niður úr skýjunum yfir því að hafa náð til sín Glitni, þá mætti hann byrja að líta aðeins á gengisþróun hans heittelskuðu íslensku krónu.

Í mars þegar að við sömdum um fjármögnun á veitingastöðum í Svíþjóð þá kostaði sænska krónan 10,5 íslenskar krónur.

Í dag fór svo sænska krónan yfir 15,25. Það þýðir að þessi pakki, sem við ætluðum okkur í Svíþjóð hefur hækkað um 45%. Hvernig í fokking andskotanum á að vera hægt að búa á þessu landi með svona sveiflur í gjaldmiðlinum? Hversu lengi getur Sjálfstæðisflokkurinn haldið áfram þessum leikjum, sendandi menn útum alla Evrópu í einhverjum spurningaleik til þess eins að tefja tímann? Hversu lengi geta þeir látið einsog allt sé í lagi?

Það er fjármálakreppa alls staðar. En íslenska þjóðin er eina þjóðin, sem þarf að sætta sig við að eignir sínar rýrni um 50% á hálfu ári, alveg sama hversu varkárir menn hafa verið í sínum fjárfestingum. Bara það að eiga krónur inná bankabók hefur reynst miklu áhættusamari fjárfesting fyrir okkur heldur en fyrir aðrar þjóðir að eiga peninginn í hlutabréfum.

Það er hneyksli. Continue reading 1 SEK = 15,26 ISK