Aðeins of seint…

Talandi um að vera vitur eftirá:

>Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram frumvarp á Alþingi með það að markmiði að faglega verði staðið að ráðningu Seðlabankastjóra. Lagt er til að auglýst verði opinberlega eftir umsóknum um stöðu Seðlabankastjóra og að þeir skuli hafa háskólamenntun, reynslu og þekkingu á peningamálum og öðrum efnahagsmálum.

Ráðherra hvaða flokks réð gamla pólitíkusinn Davíð? Manninn sem að skapaði aðstæðurnar sem leiddu til þess ástands sem nú ríkir og olli sennilega því að Kaupþing rúllaði með fáránlegri frammistöðu í Kastljósi. (uppfært: Núna er semsagt skýringin á þessu að Árni M. Mathiesen talar ekki nógu skýra ensku).

Smá hint: Nafnið byrjar á F.