Ingibjörg Sólrún og ESB

Mikið var gaman að sjá að Ingibjörg Sólrún er aftur komin í baráttuna og hún kemur inn af krafti með verulega góðri grein í Mogganum, sem að allir ættu að lesa.

Andrés tekur af mér ómakið og skrifar pistil, sem ég er 100% sammála hér: [ISG og krónukarlarnir](http://andres.eyjan.is/?p=724):

>Það er tími til kominn að forystumenn ríkisstjórnarflokkana setjist niður og semji upp á nýtt. Sjálfstæðisflokkurinn má stýra þeirri atburðarrás mín vegna.

>Bara ef menn taka hausinn upp úr sandinum og horfa framan í heiminn eins og hann er.

>Heiminn þar sem að íslenska krónan… er tilraun sem mistókst.

Nákvæmlega! Hversu lengi getur Íhaldið þrjóskast við? Vonandi ekki lengi.