Sigur Rós og dauður bíll

Þessi mynd var tekin við Arnarhól síðasta laugardag. Hún sýnir greinilega hvað gerist þegar maður lánar kærustunni sinni bílinn á meðan maður er í útlöndum.

<img src=http://farm4.static.flickr.com/3243/3055937289_c1e50c0a98.jpg class="midja"

Annars er ég búinn að eyða síðustu dögum á Íslandi, en er á leið aftur út til Svíþjóðar á fimmtudaginn. Átti alveg meiriháttar helgi hérna heima. Fór útað borða á föstudaginn, var svo í meiriháttar kalkúna-matarboði heima hjá vinum mínum á laugardaginn og á sunnudaginn fórum ég og Margrét á Sigur Rósar tónleikana.

Ég hef núna séð Sigur Rós 4-5 sinnum á tónleikum, en þetta voru bestu tónleikarnir sem ég hef séð með þeim. Algjörlega frábærir. Lagavalið, sviðsmyndin og brellurnar, sem og hljómsveitin sjálf voru fullkomin. Þetta er með ólíkindum góð tónleikasveit.