Radiohead í Astoria

Ó hvað ég elska þetta lag…

Ég heyrði þetta í sjónvarpsþætti áðan. Ég held að þetta hljóti að vera meðal bestu laga sem ég hef nokkru sinni heyrt á tónleikum á ævinni. Ég fletti upp tónleikunum, sem ég sá með Radiohead í Grant Park í Chicago árið 2001, og fann þar set listann. Hann er vægast sagt ótrúlega góður. Sérstaklega voru uppklöpp 2 og 3 ógleymanleg. Ég skrifaði einu sinni á þessari síðu um bestu tónleikana, sem ég hef farið á á ævinni. Þá setti ég Radiohead tónleikana í annað sætið á eftir Roger Waters í Houston.

Það voru mistök. Radiohead tónleikarnir í Grant Park eru bestu tónleikar, sem ég hef farið á.