Morðhöfuðborgin Caracas

Samkvæmt þessari frétt þá er mín gamla heimaborg Caracas sú borg í heiminum þar sem flest morð eru framin. Í fyrra voru framin þar 130 morð á hverja 100.000 íbúa. Sú tala er með hreinum ólíkindum. Það jafngildir því að á Íslandi væru framin á hverju ári um 420 morð. Bara í desember voru framin 510 morð í borginni.

Þetta er enn eitt dæmið um hina afleitu stjórn Hugo Chavez, sem nú hefur verið við völd í 10 ár.