Fyrsti sænski Serrano burrito-inn

Hérna er ég klukkan 4 í dag að prófa fyrsta sænska Serrano burrito-inn í Vallingby. Við vorum að taka prufukeyrslu á staðnum fyrir starfsfólkið.

Við Margrét vorum að koma heim rétt í þessu, en það er enn fólk frá okkur útí Vallingby að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir opnunina á morgun.

Ég er hins vegar of þreyttur til að gera meira en að setja inn myndir.

Ég mun vonandi á morgun eða föstudag koma með lengri lýsingu á því hvernig þetta gerðist allt saman.