Borgarafundir RÚV

Ég er búinn að hlusta á Borgarafundina, sem RÚV hefur haldið fyrir þessar kosningar. Tveir gallar eru á þessum þáttum.

  1. Það eru einfaldlega of margir flokkar til þess að ná fram góðum umræðum um málefnin. Alltof langt líður á milli þess sem að frambjóðandinn fær að tala.
  2. Spurningarnar utanúr sal eru nánast gagnslausar. Ég hefði haldið að fólk myndi nýta tækifærið til að spyrja frambjóðanda síns flokks (eða þess flokks sem það væri að hugsa um að kjósa) einhverrar spurningar um framboðsmálin eða hvernig þeir ætluðu að efna loforðin í kjölfar kosninga.
    En nei, í stað þess eru nánast allir þeir sem spyrja útí sal í þeim ham að þeir ætla að hamast á frambjóðendum sem þeim líkar augljóslega illa við. Allir eru að reyna að spyrja “gotcha” spurninga, sem að fréttamenn ættu að vera að spyrja. Þetta segir manni væntanlega að fréttamennirnir eru ekki nógu beittir og og að flest fólk sem mætir á þessa fundi er löngu búið að ákveða hug sinn og mætir fyrst og fremst til að styðja sinn mann líkt og um íþróttalið væri að ræða.

En kannski er ég bara svona litaður af því að ég vil vinstri stjórn á næsta kjörtímabili og fátt mun breyta þeirri skoðun minni á þessum punkti.