ESB aðildarviðræður

Þetta er ágætis áminning fyrir þá sem standa í stjórnarmyndunarviðræðum fyrir hönd Samfylkingarinnar. 61,2% þjóðarinnar vill aðildarviðræður við ESB. Þar af nánast allir þeir sem styðja Samfylkinguna.

Ég er viss um að ég er ekki eini kjósandi Samfylkingarinnar, sem mun eiga erfitt með að styðja flokkinn aftur ef að flokkurinn ætlar sér að sitja í ríkisstjórn, sem mun ekki stuðla að aðildarviðræðum við ESB strax í sumar.