ESB hringavitleysa

Stundum fallast mér hreinlega hendur þegar að kemur að málefnum tengdum ESB á Íslandi.

Síðan ég man eftir mér hefur vart mátt tala um ESB umsókn. Þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar hafi viljað sækja um aðild, þá hafa stjórnmálaflokkarnir ekki geta klárað þetta mál og aldrei komið til greina að hlusta á almenning. Núna þegar allt er hrunið og við kjósum til þings og flokkar, sem vilja ESB aðild, ná meirihluta á þingi, þá virðist lausn andstæðinga aðildar vera sú að halda tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Til að tefja það enn frekar.

Bjarni Benediktsson hlýtur að fara að setja eitthvað met í fjölda skoðanna á ESB aðild. Hann vildi sækja um aðild í [desember](http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item241823/), svo vildi hann ekki sækja um aðild eftir landsfund og fyrir kosningar, en núna vill hann halda tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Hver ætli skoðun hans verði á morgun? Það verður spennandi að sjá.

Þvílík vitleysa.